Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Brynjar fer ekki á fleiri elliheimili fyrir kosningar: „En þú ertu svo assskoti veiklulegur að sjá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson barmar sér yfir erfiðri kosningabaráttu í nýlegri Facebook-færslu.

Lögmaðurinn og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakið hefur lukku enda full af húmo og háði. Já og svo skýtur hann á Viðreisn, enda er flokkurinn að taka helling af fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum.

„Að standa í kosningabaráttu með tilheyrandi myndatökum og samskiptum við ókunnugt fólk er ekki létt verk fyrir mann eins og mig. Ég á ekki marga óvini en myndavélin og ég eigum enga samleið. Fólk sem hittir mig í fyrsta sinn segir gjarnan að ég sé ekki næstum því eins ófríður í eigin persónu. Svo er mjög stressandi að vera í framboði þegar maður man ekki hvað maður skrifaði á upphafsárum netsins.“ Þannig hefst færsla Brynjars.

Segir Brynjar að hann ætli aldrei aftur á elliheimili í kosningabaráttunni, eftir bitra reynslu.

„Kosningabaráttu tilheyrir að fara í heimsókn á elli- og hjúkrunarheimili. Ég var á Grund í gær og var búinn að safna í kringum mig hóp af vistmönnum og messa yfir þeim um ágæti Sjálfstæðisflokksins í þó nokkurn tíma þegar virðuleg frú á tíræðisaldri spurði mig mjög ákveðið: „Ertu búinn að búa lengi hérna á Grund“? Ég maldaði eitthvað í móinn að sagðist nú vera aðeins 64 ára gamall. „En þú ertu svo assskoti veiklulegur að sjá“ sagði hún þá. Þá kvaddi ég og tilkynnti kosningastjórninni að ég færi ekki á fleiri svona heimili.“

Að lokum notar Brynjar tækifærið og hnýtir í Viðreisn, enda stutt í kosningar og staða Sjálfstæðisflokksins hræðileg í skoðanakönnunum.

„Ég hef talsvert verið í heimsóknum í lítil og meðalstór fyrirtæki. Er greinilega ekki eins þekktur og mætti halda því starfsmenn kannast venjulega ekkert við þennan mann. Þegar ég byrja að tala halda margir að hér sé Sigmundur Davíð á ferð og einn hélt meira að segja að ég væri Tómas í Tommaborgurum. Segja að ég tali óskýrt og syfjulegur að sjá. En það fyrsta sem ég er gjarnan spurður að í þessum heimsóknum er hver beri ábyrgð á þessari jafnlaunavottun, sem sé fullkomlega gagnslaust fyrirbæri og kosti fyrirtækin margar milljónir á´hverju ári. Þetta sé verulegur baggi á litlum fyrirtækum. Ég bendi þeim á að þetta hafi verið frá upphafi stærsta mál Viðreisnar, frjálslynda umbótaflokksins?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -