Brynjar Níelsson, Socius parlamenti emeritus, eða uppgjafaþingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði rétt í þessu færslu á Facebook sem er löðrandi í kaldhæðni og jafnvel biturð gagnvart nýju ríkisstjórn Valkyrjanna svokölluðu. Hæðist Brynjar að ríkisstjórninni í færslunni en þó undir rós, lítilli rós en rós er rós er rós eins og Geirþrúður sagði um árið.
Færslan hefst á eftirfarandi hátt:
„Eftir 40 ára samfelldan valdatíma Soffíu á heimilinu tók ég völdum á sama tíma og ný ríkisstjórn. Soffía er mjög hugsi yfir þessum valdaskiptum og telur, eins og Sjálfstæðisflokkuirnn , og að allt fari í skrúfuna án aðkomu hennar. Segir mig reynslulausan, þekkingin lítil sem engin og ég lofi upp í ermina á mér. Gagnrýni og ábendingum taki ég mjög illa og ýmist hreyti í hana ónotum eða bresti í söng.“
Brynjar segir hafa þjóðina með sér og að hann hafi opnað samráðsgátt.
Að lokum segist Brynjar hafa fundist hann þurfa að tilkynna forstjóraskiptin.