Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Bubbi þakklátur fyrir níu lífin: „Hvílíkt kombó! Þvílík fagmennska!“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngleikurinn 9 líf var sýndur í tvöhundraðasta skiptið í Borgarleikhúsinu um helgina. Bubbi Morthens, sem er viðfangsefni söngleiksins er afar þakklátur öllum sem komið hafa að verkinu.

Bubbi Morthens skrifaði langan þakkarpistil til allra þeirra sem komu að því að setja söngleikinn um líf og störf Bubba, 9 líf, á laggirnar. Gríðarlegar vinsældir söngleiksins hefur verið stöðugur frá því að hann byrjaði í sýningum fyrir þremur árum. „Það var mér mikil gæfa að Kristín Eysteinsdóttir þáverandi Borgarleikhússtjóri skyldi árið 2019 hringja í mig og segja við mig: Eigum við ekki að gera það? Sem sagt kýla á söngleik um Bubba,“ skrifar söngvarinn bætir við: „Við höfðum hist og þreifað fyrir okkur – og svo gerðum við það!“ Kallar Bubbi Kristínu ljósmóður 9 lífa og segir að sagan sé nú „þegar orðin ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu í íslensku leikhúsi.“

Þá á Bubbi vart til orð yfir leikara sýningarinnar. „Leikararnir – hvað get ég sagt? Ég hef séð verkið í heild sennilega 189 sinnum og ég er jafn agndofa yfir getu og snilld þeirra núna og í fyrsta skipti sem ég sá söngleikinn. Þetta dásamlega fólk sem ég get sagt að séu vinir mínir mætir á hverja sýningu og skiptir þá engu máli hvernig dagurinn þeirra hefur verið, þau stíga inn og gefa allt sem þau eiga hundrað prósent. Öngvir fangar teknir! ALLTAF, á hverri einustu sýningu lekur af þeim svitinn. Hljómsveitina þarf vart að ræða. Hvílíkt kombó! Þvílík fagmennska!“

Þakkarræðuna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -