Morgunþátturinn vinsæli The Good Morning Britain fór yfir myndefni frá Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin var um helgina nú í morgunsárið. Margir áhorfendur virtust annars hugar af myndefninu að dæma en Ben Affleck, eiginmaður Jennifer Lopez, var einn þeirra.

Virtist honum leiðast töluvert meðan á hátíðinni stóð og birtu þáttastjórnendur röð mynda af Ben stara út í loftið með Jennifer dansaði í sætinu sínu við lagið Higher Ground. Leikarinn vakti athygli og tístu ótal margir um niðurlútan Ben á samfélagsmiðlinn Twitter: „Þetta er mjög mikill plús einn á kvöldinu. „Já, allt í lagi ef ég þarf að fara,“ sagði Susanna Reid og bætti við að svipur leikarans væri heldur „óþægilegur hvíldarsvipur“.
