Í nýjum heimildarþáttum Harry & Meghan, opnaði hertogaynjan af Sussex sig um hvernig hótanir gegn henni á samfélagsmiðlum höfðu áhrif á líf hennar og runnu tár niður kinnar hennar.
„Ég held að fólk skilji í alvöru, þú veist, þegar þú plantar fræi sem er svo hatursfullt, hvað það getur haft í för með sér,“ sagði hún en við hlið hennar sat Harrys prins.
„Fyrir örfáum dögum var ég að fara í gegnum handbókina fyrir öryggisteymi okkar heima og á einni af síðunum sem ég fletti á, var kafli um eftirlit á netinu,“ hélt hún áfram. „Þar stóð til dæmis: „Ef þú sérð tíst eins og þetta, vinsamlegast tilkynntu það til yfirmanns öryggismála strax.: „Meghan þarf bara að deyja. Einhver þarf að drepa hana. Kannski ætti það að vera ég.“
Meghan sagði þetta hafa áhrif á sig og brast í kjölfarið í grát.
„Ég er móðir. Þetta er mitt raunverulega líf. Þetta er ekki bara einhver saga. Þetta gerir mig hrædda,“ sagði hún en þættirnir sem Netflix gefur út hafa vakið mikla athygli undanfarið.