Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Chris Martin féll í gegnum svið á tónleikum – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna að söngvarinn Chris Martin stórslasaði sig á tónleikum Coldplay í Melbourne í Ástralíu í gær en þegar hann var að tala við tónleikagesti gekk hann aftur á bak og datt í gat sem var á sviðinu. Sem betur fer fyrir Martin var sviðsmaður þar undir sem greip söngvarann og slapp hann frá fallinu ómeiddur. Hann lét áhorfendur vita að þetta hafi ekki verið hluti af tónleikunum og þakkaði sviðsmanninum fyrir að grípa sig.

Tónleikarnir fóru fram á Marvel vellinum en alls sáu 227 þúsund manns Coldplay á fjórum mismunandi tónleikum á vellinum og er það met í Ástralíu.

Coldplay gaf út plötuna Moon Music fyrr á árinu en sveitin er ein vinsælasta hljómsveit 21. aldarinnar og þekkja flestir Íslendingar lögin Clocks, Yellow og Fix You.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -