Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Chris Pratt í rusli vegna andláts áhættuleikara: „Ég mun aldrei gleyma hörku hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollywood-leikarinn Chris Pratt syrgir dauða kærs vinar síns og samstarfsmanns. Fréttir bárust í gær að áhættuleikarinn Tony McFarr hefði óvænt látist, aðeins 47 ára gamall.

Í nýrri færslu í Instagram-story hjá Pratt, segist hann vera „eyðilagður“ eftir fregnirnar.

„Við unnum saman í fjölda kvikmynda. Við golfuðum, drukkum viskí, reyktum vindla, og eyddum óteljandi klukkustundum saman á setti,“ segir Pratt. „Ég mun aldrei gleyma hörku hans“.

Hasarmyndastjarnan minnist einng þegar tökur á Guardians of the Galaxy 2 stóðu yfir og segir að fyrrverandi áhættuleikari hans hafi „tekið óhugnalegt skot í höfuðið“ og þurft að fá „nokkur hefti í hausinn á sér“.

Hann sagði að McFarr hafi stuttu síðar snúið aftur til starfa, og kallaði hinn látna áhættuleikara „algjöran fola“.

- Auglýsing -

„Hann var alltaf heiðursmaður og fagmaður,“ sagði Pratt. „Hans verður saknað. Bænir mínar fara til vina hans og fjölskyldu, sérstaklega dóttur hans.“ Pratt deildi einnig fjölmörgum ljósmyndum af þeim félögum, klæddum í sömu búningana við upptökur á hinum ýmsum kvikmyndum.

McFarr lést á heimili sínu í Flórída á mánudaginn. Andlátið var staðfest af móður hans, Donnu, sem deildi fréttunum með TMZ þar sem hún sagði son sinn hafa verið „virkan og heilbrigðan“ og að dauði hans hafi verið „óvæntur“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -