Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Culkin tók tárvotur við stjörnu á Hollywood Walk of Fame: „Gleðileg jól skítseiðin ykkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Macaulay Culkin fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame á dögunum og gaf tilfinningaþrungna þakkarræðu af tilefninu.

Culkin sagði í gríni að það væri gaman að nú geta synir hans horft á hunda pissa á nafn hans.

Ein stærsta barnastjarna allra tíma, Macaulay Culkin var heiðraður á dögunum með stjörnu á Hollywood Walk of Fame. Mætti hann með unnustu sinni, Brendu Song og tveimur sonum þeirra. Culkin hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu við tilefnið.

Macaulay, Brenda og Dakota

Culkin varð mjög ungur að aldri, ofurstjarna í Hollywood eftir að hann lék í kvikmyndum á borð við Home Alone 1 og 2, My Girl, Uncle Buck og The Good Son. En frægðin fór illa í okkar mann enda álagið gríðarlegt og svo þurfti hann að fara í mál við foreldra sína sem fóru illa með peningana hans. Enn í dag talar Culkin ekki við föður sinn. Þegar frægðarsólin var farin að dofna leiddist Culkin út í eiturlyf og náði botninum í kringum árið 2004. Síðan þá hefur hann smá saman byggt sig upp og hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlunum fyrir nokkuð sérstakan húmor en svo átti hann góða endurkomu í Hollywood í þáttunum American Horror Story.

Paris Jackson, dóttir Michael og guðdóttir Culkin, mætti á athöfnina.

Ræðan sem Culkin hélt er hann þáði stjörnuna, var eins og áður segir, tilfinningaþrungin en þar þakkaði hann fólkinu í lífi sínu fyrir alla þá ást sem þau höfðu sýnt honum og fyrir að gefast ekki upp á sér. Lauk hann ræðunni á skemmtilegri tilvísun í Home Alone: „Merry Christmas you filthy animals“ sem á íslensku gæti útlagst sem gleðileg jól skítseiðin ykkar.

Leikkonan Catherine O´Hara, sem lék móður Culkin í Home Alone myndunum, hélt einnig tilfinningaþrungna ræðu til heiðurs leikarans. „Þessi gullfallegi og yndislegi 10 ára drengur var kallaður ofurstjarna, peningamaskína og einn heitasti aðalleikarinn í Hollywood, um allan heim. Hvernig lifir einhver slíkt af? Ég held að maður þurfi að hafa ákveðin eiginleika, gjöf, sem hinn kæri John Hughes [leikstjóri Home Alone myndanna], tók greinilega eftir í fari þínu Macauley, en það er kímnigáfa þín. Það er merki um vitsmuni í barni og lykilatriði svo hægt sé að lifa af á hvaða aldri sem er. Og mér sýnist þér hafa notað þinn krúttlega en samt pínu brenglaða húmor sem þó er hægt að tengja algjörlega við, í öllu sem þú hefur valið að taka þér fyrir hendur síðan þú varst í Home Alone. Macaulay Culkin, til hamingju með stjörnuna á Hollywood Walk of Fame, þú átt hana algjörlega skilið. Og takk fyrir að bjóða mér, gervi mömmu þinni sem skyldi þig ekki eftir einan heima einu sinni, heldur tvisvar sinnum, að samgleðjast með þér af þessu tilefni. Ég er svo stolt af þér. Guð blessi þig.“

Culkin mætti með unnustu sinni, leikkonunni Brenda Song og tveimur sonum þeirra.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -