Kardashian- og Jenner fjölskyldan hafa sýnt frá jólunum á samfélagsmiðlum, þá vakti jólagjöf Kris Jenner til dætra sinna mikla athygli en gaf hún þeim öllum golfbíla í mismunandi litum.
Ef marka má erlenda slúðurmiðla eru bílarnir saman sagðir kosta tugi milljóna

Af myndum af dæma vantaði þó systurnar Kourtney Kardashian og Kylie Jenner í fjölskylduboðið. Hin ný trúlofaða Kourtney birti þó myndir af sér með dóttur sinni Penelope en dóttirin skartar hvorki meira né minna en Gucci kápu.

Kápan kostar um 200.000 krónur og geta helstu aðdáendur nú keypt dress Penelope í heild sinni á vefverslun.
Khloe og dóttir hennar True voru í eins kjólum þessi jólin. Khloe var glæsileg og þær mæðgur svo sannarlega glitrandi frá toppi til táar.
Jólakort Kardashian fjölskyldunnar þetta árið er frábrugðið fyrri jólakortum en vantar helming systrana á myndina. Þá eru börnin í aðalhlutverki enda krakkaskarinn orðinn fjölmennur.
Kim, North dóttir hennar og Khloe á jóladag