Þingið hófst loksins í gær, eftir að hafa verið í ansi löngu hléi vegna kosninga og jólafría en þingmenn keppast nú við að byrja ljósmyndir af sér á samfélagsmiðlunum frá fyrsta vinnudegi sínum. Óvenjumargir nýliðar eru á þingi þetta kjörtímabil en meira en helmingur þingmanna eru að stíga sín fyrstu skref á vettvanginum.
Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur er einn af glænýjum þingmönnum Alþingis en hann skrifaði spaugilega færslu á Facebook í gær þar sem hann gantast í umhverfisráðherra fyrir að opna vefinn gottvedur.is í febrúar, í miðjum stormi.
Hér má sjá grínið hjá Degi en færslar sló heldur betur í gegn en á sjötta hundrað manns hefur líkað við hana á Facebook:
„Jæja, þá er maður kominn á þing. Ætlaði að taka umhverfisráðherra á beinið í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið og spyrja hvað hann væri að hugsa að opna vefinn gottvedur.is í byrjun febrúar. Fundinum og fyrirspurnartímanum hefur verið frestað vegna veðurs.“