Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Dánarorsök Euphoria-stjörnu opinberuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dánarorsök leikarans Angus Cloud hefur verið kunngjörð.

Leikarinn Angus Cloud, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem dópsalinn Fezco O’Neill í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Euphoria, lést á heimili fjölskyldu sinnar í júlí síðastliðnum, aðeins 25 ára að aldri. Dánarorsökin hafa nú verið gerð opinber. Leikarinn lést af völdum ofskammts af fentanyl, kókaíni, amfetamíni og fleiri efnum.

Leikarinn varð fyrir „bráðaölvun (e. acute intoxication)“ er hann neytti lyfjakokteilsins, samkvæmt dánardómstjóra Alameda sýslu.

Angus var rísandi stjarna í Hollywood en hafði verið opinn um baráttu sína við andleg veikindi. Rétt fyrir andlátið lést faðir hans en hann hafði átt afar erfitt vegna þess.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -