Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

David Crosby er látinn – „Friður, ást og samhljómur til allra sem þekktu David“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af risum rokksins er látinn, David Crosby, sem stofnaði The Byrds og Crosby, Stills & Nash. Var hann 81 árs gamall.

Í gær barst tilkynning frá eiginkonu Crosby, Jan Dance þar sem hún staðfesti andlát söngvaskáldsins og gítarleikarans eftir langvinn veikindi. ET sagði frá.

„Það er með djúpri sorg, að okkar heittelskaði David (Croz) Crosby er látinn eftir langvinn veikindi. Hann var umkringdur ást frá eiginkonu sinni og sálufélaga, Jan og syninum Django. Jafnvel þó hann sé ekki lengur meðal okkar, mun mennska hans og hans góða sál halda áfram að leiðbeina okkur og veita okkur innblástur,“ stóð í tilkynningunni. „Arfleifð hans mun halda áfram að lifa í gegnum goðsagnakennda tónlist hans. Friður, ást og samhljómur til allra sem þekktu David og til þeirra sem hann snerti. Við munum sakna hans sárt. Á þessum tímapunkti biðjum við vinsamlegast og af virðingu, um frið á meðan við syrgjum og reynum að takast á við okkar djúpstæða missi. Þakka ykkur fyrir ástina og bænirnar.“

Degi fyrir dauða sinn skrifaði Crosby spaugilega en nokkuð dularfulla (í ljósi frétta dagsins) færslu á Twitter. Þar endurtísti hann færslu frá einhverjum sem kallar sig Stifler´s Mom en þar spyr aðilinn Google hvort að húðflúrað fólk komist til himna. Crosby skrifaði eftirfarandi texta við færsluna: „Ég hef heyrt að þessi staður sé ofmetinn … skýjaður.“

David Crosby hélt stórgóða tónleika hér á landi árið 2018 og þótti halda ótrúlega vel í hinu þekktu rödd sína, þrátt fyrir háan aldur.

Hér fyrir neðan má hlusta og horfa á þríeykið flytja lagið Teach Your Children.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -