Leikkonan Amanda Bynes var ung þegar hún öðlaðist frægð með leik sínum hjá Disney Channel. Árið 2013 fór geðheilsa Amöndu á hliðina og hefur hún síðan þá átt erfitt.
Amanda var nauðungarvistuð á geðdeild eftir að hún hætti að taka inn lyfin sín. Er þetta önnur innlögn hennar á þremur mánuðum.
Skaferill Amöndu hófst árið 2012 þegar hún var handtekin fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Þá var hún ákærð tvisvar fyrir að aka á gangandi vegferendur. Árið 2013 var hún svift sjálfræði og sá móðir hennar alfarið um hana. Á þeim tíma var hún sett á geðlyf sem komu henni í gott jafnvægi en móðir hennar sá til þess að Amanda tæki alltaf lyfin. Árið 2022 öðlaðist Amanda sjálfræði á ný og hefur hún ítrekað lent í vandræðum. Hún hættir að taka lyf og endar oft í geðrofi.