Dómari í Oklahoma gæti átt það á hættu að vera vikið úr starfi eftir að kom í ljós að hún hafði ítrekað notað símann sinn meðan á réttarhöldum stóð. Dómarinn, Traci Soderstrom, sendi yfir 500 textaskilaboð í miðjum réttarhöldum yfir Khristian Martzall sem var grunaður um að hafa myrt tveggja ára dreng kærustu sinnar. Á meðan móðir drengsins stóð grátandi í réttarsalnum sendi Traci meðal annars skilaboðin „Má ég plís öskra: lygari, lygari?“ Þá sendi Traci fleiri óviðeigandi skilaboð þar sem hún velti því fyrir sér hvort kviðdómari væri með hárkollu og dáðist að „myndarlegum“ lögregluþjóni.
Dómarinn minntist einnig ítrekað á héraðssaksóknarann Adam Panter sem hún sagði svitna í gegnum jakkann sinn. Meðal Adam talaði til kviðdóms velti Traci því fyrir sér „hvers vegna hann væri með barnaherndur“. Martzall var að lokum dæmdur í fangelsi fyrir morðið á drengnum en stuttu síðar komst óviðeigandi hegðun dómarans upp.
Traci var vikið tímabundið úr starfi þar sem „hegðunarmynstur hennar sýndi grófa vanrækslu á skyldum sínum sem dómari“. Lögmaður hennar tjáði sig um málið í samtali við The Oklahoman þar sem hann sagði hana iðrast og taka ábendingunum mjög alvarlega. Ekki liggur fyrir hvort dómarinn eigi afturkvæmt en eðli málsins samkvæmt hefur það vakið mikla reiði.