Dorrit Moussaieff lagði höfuðið í bleyti, bókstarflega.
Forsetafrúin fyrrverandi, Dorrit Moussaieff er þekkt fyrir léttleika en í nýjustu færslu sinni á Instagram, fer hún nærri fram úr sér í gleðinni. Þar sýnir hún myndskeið þar sem hún hangir á hvolfi úr trjágrein og dýfir hárinu ofan í Varmá, Mosfellsbæ. Samson, klónaði hundur þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar, virðist lítið spenntur fyrir uppátækinu en Dorrit reynir að kalla á hann en hann hefur meiri áhuga á að kanna hvað gæti leynst undir snjónum á árbakkanum. Við færsluna birti hún eftirfarandi myllumerki: #hairwashingdays #snow #iceland🇮🇸#trees #hangout #stream #ice#inspiredbyiceland
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/03/Dorrit.jpg)
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Myndskeiðið má svo sjá hér.