Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Dóttir Robin Williams ósátt við gervigreindina: „Lifandi leikarar eiga skilið að fá tækifæri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Zelda Williams, gagnrýnir hina „hrollvekjandi“ tækni sem notuð var til að endurvekja rödd föður hennar, Robin Williams heitins.

„Ég er ekki hlutlaus rödd í baráttu SAG gegn gervigreind,“ skrifaði Zelda í yfirlýsingu sem hún birti í stories á Instagram. „Ég hef orðið vitni að því í FJÖLDI ÁRA, hversu margir hafa viljað þjálfa þessi módel til að skapa/endurskapa leikara sem geta ekki gefið samþykki, eins og pabbi. Þetta er ekki kenning, þetta er mjög, mjög raunverulegt.“

Hún hélt áfram: „Ég hef nú þegar heyrt gervigreind nota „röddina“ hans til að segja hvað sem fólk vill og þó að mér finnist það persónulega hrollvekjandi, þá fara afleiðingarnar langt út fyrir mínar eigin tilfinningar. Lifandi leikarar eiga skilið að fá tækifæri á að skapa persónur með þeirra vali, til að raddsetja teiknimyndir, til að setja sína MENNSKU fyrirhöfn og tíma í leit að frammistöðu.“

Ein af aðalástæðum þess að WGA og SAG-AFTRA fóru í verkfall, var vegna þess að meðlimir samtakanna voru að sækjast eftir vernd frá gervigreind. WGA hefur nú hætt í verkfallinu og samið við AMPTP á meðan SAG-AFTRA mun reyna aftur að ná samningum við kvikmyndaverin í næstu viku.

Zelda hélt áfram að útskýra hvernig hún sér gervigreindina: „Þessar endurskapanir eru í besta falli lélegar eftirmyndir af mun betra fólki, en í versta falli, hræðilegar Frankensteinleg skrímsli, steypt saman úr verstu bitunum af öllu sem þessi iðnaður er, í stað þess sem hún ætti að standa fyrir.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Deadline.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -