Mánudagur 30. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Dr. Gunni setur persónulegt met: „Nú sparka ég í minn andlega sköflung“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr. Gunni eins og hann er oftast kallaður, mun setja persónulegt met í leikhúsferðum í vor.

Dr. Gunni segir frá því á Facebook að hann sé í þann mund að setja persónulegt met í leikhúsferðum en hann mun brátt fara á þriðja leikritið á stuttum tíma. Ekki var hann neitt sérstaklega hrifinn af fyrsta leikritinu sem hann sá í ár, And Björk of Course en það fær þrjár stjörnur af fimm hjá Doktornum.

„Stundum líða heilu veturnir án þess að ég fari í leikhús, en núna í vor mun ég setja persónulegt met í leikhúsferðum. And Björk of Course (3/5) var þokkalegt, leikarar góðir, en verkið ekkert spes og á lítið erindi við samtímann enda frumsýnt 2002 og hefur kannski verið ferskara þá. Sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins, sem er með ömurleg og óþægileg sæti.“

Þetta finnst Dr. Gunna um And Björk of Course en hann er aftur á móti yfir sig hrifinn af nýjasta leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, Lúnu:

„Ég hef aldrei áður séð neitt eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem er langferskasta (eina?) leikskáldið í bænum. Nú sparka ég í minn andlega sköflung að hafa ekki séð hitt stöffið hans líka því Kvöldstund með Heiðari snyrti (Lúna) er frábært verk – 5/5! Mjög fyndið og margslungið og leikarar hrottalega góðir. Mikið líf og fjör í hinum frábæra litla sal Borgarleikhússins (góð sæti!) og frábær kvöldstund.“

En hvað er svo þriðja leikritið sem pönkdoktorinn ætlar að sjá?

„Næst fer ég að sjá Níu líf, en mér skilst að ég sé einn þriggja á landinu sem á enn eftir að sjá það verk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -