Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr. Gunni eins og hann er oftast kallaður, mun setja persónulegt met í leikhúsferðum í vor.
Dr. Gunni segir frá því á Facebook að hann sé í þann mund að setja persónulegt met í leikhúsferðum en hann mun brátt fara á þriðja leikritið á stuttum tíma. Ekki var hann neitt sérstaklega hrifinn af fyrsta leikritinu sem hann sá í ár, And Björk of Course en það fær þrjár stjörnur af fimm hjá Doktornum.
„Stundum líða heilu veturnir án þess að ég fari í leikhús, en núna í vor mun ég setja persónulegt met í leikhúsferðum. And Björk of Course (3/5) var þokkalegt, leikarar góðir, en verkið ekkert spes og á lítið erindi við samtímann enda frumsýnt 2002 og hefur kannski verið ferskara þá. Sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins, sem er með ömurleg og óþægileg sæti.“
Þetta finnst Dr. Gunna um And Björk of Course en hann er aftur á móti yfir sig hrifinn af nýjasta leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, Lúnu:
„Ég hef aldrei áður séð neitt eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem er langferskasta (eina?) leikskáldið í bænum. Nú sparka ég í minn andlega sköflung að hafa ekki séð hitt stöffið hans líka því Kvöldstund með Heiðari snyrti (Lúna) er frábært verk – 5/5! Mjög fyndið og margslungið og leikarar hrottalega góðir. Mikið líf og fjör í hinum frábæra litla sal Borgarleikhússins (góð sæti!) og frábær kvöldstund.“
En hvað er svo þriðja leikritið sem pönkdoktorinn ætlar að sjá?