Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Dr. Gunni yfir sig hrifinn af 9Líf: „Mér fannst Bubbi vera orðinn sellout poppstjarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pönkkóngurinn Dr. Gunni er afar hrifinn af söngleiknum 9Líf sem sýndur hefur verið í Borgarleikhúsinu síðustu ár, við gríðarlegar vinsældir.

„9líf er stórkostleg söngleikjasýning um stærsta núlifandi tónlistarmann okkur á heimavelli. Farið var krónólógískt yfir æfina og hina mismunandi Bubba og hvergi dauðan blett að finna, enda leikarar og band að gera þetta í 240. skipti (án þess að það væri sjáanleg þreyta).“ Þannig hefst gagnrýni Dr. Gunna á Facebook-síðu hans. En söngleikurinn er ekki alveg gallalaus að mati hans:

„Stykkið var vissulega betra fyrir hlé, rétt eins og tónlistarferill viðfangsins. Eina sem ég hef út á þetta að setja er að betur hefði mátt útfæra Hemma Gunn (þessi útgáfa af honum var eins og Heiðar snyrtir), „Rúnar Júl“ var svo sem ekkert líkur fyrirmyndinni heldur – langbest í þessum stælingum var „Silja Aðalsteins“! Dansandi fólk á kantinum gerir svo sem ekkert fyrir mig, en það hljóta einhverjir að fíla svona. En allavega – alveg frábært í það heila.“

Að lokum birtir Doktorinn ljósmynd sem Biggi Baldurs tók af Bubba árið 1980 og skrifar:

„Hér er glæsileg mynd sem Biggi Baldurs tók í Kópavogsbíói 1980 og hefur oft sést áður. Þetta er uppáhalds-Bubbinn minn. Árið eftir var ég náttúrlega orðinn svo öndergránd að mér fannst Bubbi vera orðinn sellout poppstjarna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -