- Auglýsing -
Tónlistarkonan Dua Lipa er stödd á Íslandi þessa dagana en birti hún myndskeið af íslensku landslagi á Instagram-síðu sinni. Þá má sjá bíla frá kvimyndatækjaleigunni Kukl í bakgrunni og þykir því ekki ólíklegt að hún sé hér á landi við tökur á tónlistarmyndbandi.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/06/Screenshot_20220614-121105_Instagram-598x1024.jpg)
Á myndskeiðinu sést maður að nafni Pat Bogulawski taka nokkur dansspor. Pat er þekktur fyrir störf sín með risum í tískuheiminum á borð við Vogue og Gucci en hefur hann unnið áður með söngkonunni fyrir myndatöku í W Magazine. Þá verður spennandi að fylgjast með ferðum þeirra á klakanum næstu daga.