Baktería sem fannst árið 2010 á flaki Titanic, er smá saman að éta flak skipsins til agna.
Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður er hafsjór upplýsinga um allt milli himins og jarðar eins og nýjasta Facebook-færsla hans ber vitni um. Þar segir hann frá bakteríu sem fannst árið 2010 á flaki Titanic. Bakterían étur járn skipsins smá saman og er nú talið að eftir um þrjá áratugi verði ekkert eftir að flaki Titanic. Hér má lesa hinn áhugaverða fróðleiksmola Illuga:
„Á efri myndinni er Halomonas titanicae, baktería sem fannst í fyrsta sinn um 2010 á 3,5 kílómetra dýpi oní ísköldu Atlantshafinu. Bakterían býr á flaki farþegaskipsins Titanic sem sökk 1912 og er að éta járnið í flakinu upp til agna. Nú er talið að flakið verði meira og minna horfið eftir um 30 ár. Hvaðan Halomonas titanicae kom er ráðgáta því bakterían hefur hvergi fundist annars staðar. Og þegar flakið er uppétið, hvað verður þá um Halomonas titanicae?“
Hér má svo lesa meira um bakteríuna dularfullu.