Jón Gnarr segist vera að íhuga næstu skref.
Grínistinn, leikarinn og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, birti dularfulla færslu á Facebook og X-inu (áður Twitter). Birti hann ljósmynd af sér brosandi en í þungum þönkum og skrifaði við myndina: „Íhuga næstu skref“. Hvaða skref það eru veit enginn en frasinn er oft notaður þegar fólk er að íhuga forsetaframboð. Mannlíf sagði frá því 5. janúar, fyrst fjölmiðla að Jón útilokaði ekki forsetaframboð en ljóst er að hann á marga stuðningsmenn hér á landi, enda þótti hann standa sig vel í borgarstjórastólnum.
Mannlíf hafði samband við Jón skriflega og spurði hann hvaða skref hann væri að íhuga en hefur ekki enn fengið svör.