- Auglýsing -
Edda Björgvinsdóttir vill stofna „danspartý-gengi“.
Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir skrifaði stutta en bráðskemmtilega færslu á Facebook í dag. Þar segist hún hafa verið boðið í danspartý í gær og skemmt sér ólýsanlega vel. Edda spyr svo Facebook-vini sína hvort ekki þurfi að stofna „danspartý-gengi“ en að hún myndi velja diskótekara sem spilaði lög frá sjötta og sjöunda áratugnum.
Hér má lesa færsluna skemmtilegu:
„Mér var boðið í DANSPARTÝ í gær og það var ólýsanlega skemmtilegt að hoppa inn í partý – dansa af sér rassg…. og skoppa dansandi heim í ENDORFÍN-vímu!!!!!!
Eigum við að stofna danspartý-gengi?
Hittast á morgnana/eftirmiðdaga/kvöldin og dansa?
Ég myndi velja diskótekara sem spilar fifties- og sixties lögin gömlu. Svo Latino og Abba og Elvis, Bítlana, Stones ….. o.s.frv. (listinn er endalaus!).“