Leikaranum Þóri Sæmundssyni, eða Þóri Sæm, var sagt upp hjá Borgarleikhúsinu árið 2017 fyrir að senda stelpu undir lögaldri kynferðislegar myndir. Hann hefur síðan þá verið lítið í sviðsljósinu en í nóvember fjallaði fréttaútskýringaþátturinn Kveikur um Þóri. Þar sagði konan, sem nú er fullorðin, frá reynslu sinni á Þóri en hann lék aðalhlutverk í leikriti á sama tíma og hún en hún var í hópi barna sem lék í leikritinu. Hann sendi henni óviðeigandi skilaboð en þá var hún einungis 17 ára gömul. Þegar konan var svo orðin 18 ára hittust þau á bar og sváfu saman. Eftir að þátturinn fór í loftið stigu fram fleiri ungar konur og sögðu frá samskiptum sínum við Þóri.
Birt hafa verið skjáskot á Twitter af skilaboðum sem Þórir sendir konum, þar segir hann ýmist „Má ég followa“ eða „Sá þig á Smitten“.
Edda Falak deilir færslu af Twitter reikningi konu sem setur inn skjáskot af samskiptum hennar og Þóris. „Get ekki að Kveikur hafi gert heilan þátt um þennan dreng“ skrifar Edda.