Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Eiginmaður söngkonunnar Kelis látinn: „Núna eru liðnir akkúrat 12 mánuðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiginmaður söngkonunnar Kelis er látinn aðeins 37 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í maga.

Umboðsmaður söngkonunnar sem sló í gegn með laginu Milkshake fyrir nokkrum árum, staðfesti sorgarfréttirnar í dag. Eiginmaðurinn, ljósmyndarinn Mike Mora tilkynnti í september síðastliðnum að hann hefði greinst með krabbamein í maga.

„Því miður er það satt að Mike Mora er látinn,“ sagði umboðsmaðurinn Steve Satterthwaite í samtali við Entertainment Tonight. „Við viljum biðja ykkur öll að gefa Kelis og fjölskyldu hennar næði til að syrgja. Takk fyrir.“

Það var í september árið 2021 sem Mora tilkynnti á Instagram að hann hefði greinst með magakrabbamein ári áður. Hann hafði farið til læknis í september 2020 vegna mjög mikilla verkja í maganum, lystaleysis og bakverkja. Hann sagðist hafa talið að um magasár væri að ræða og að hann hafi haft meiri áhyggjur af konu sinni og nýfæddri dóttur þeirra.

Eftir að hafa gengist undir ýmsar nákvæmar rannsóknir reyndist Mora vera með fjórða stigs magakrabbamein.

„Mér var sagt að fólk með minn sjúkdóm og á þessu stigi, næðu ekki að lifa lengur en 18 mánuði,“ sagði hann í tilkynningunni í september 2021. „Núna eru liðnir akkúrat 12 mánuðir.“ Mora náði sem sagt 18 mánuðum.

- Auglýsing -

Saman áttu þau Kelis eina dóttur en fyrir átti hún tvö börn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -