Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Einar er leiður á Skattinum:„Konuna er farið að gruna að ég eigi í leynilegu ástarsambandi við þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Steingrímsson stærðfræðingur sendi Skattinum skondinn tölvupóst vegna tíðra skilaboða frá stofnuninni inn á island.is til Einars.

Það eru fáir jafn afkastamiklir færsluhöfundar á Facebook og Einar Steingrímsson, stærðfræðingur og samfélagsrýnir. Þar gagnrýnir hann, að margra mati, réttilega eitt og annað sem betur má fara í samfélaginu en yfirleitt skín kaldhæðnin og húmorinn í gegn. Í gær birti hann tölvupóst sem hann sendi á Skattinn vegna síendurtekinna skilaboða sem Einari hefur borist undanfarið frá stofnuninni. Segir hann að kona hans, Eva Hauksdóttir, lögmaður og aðgerðarsinni, sé farið að gruna að hann eigi í „leynilegu ástarsambandi“ við Skattinn. Biður hann að lokum um að Skatturinn takmarki sendingarnar í ein skilaboð á mánuði. Hér fyrir neðan má lesa hinn skondna tölvupóst:

„From: Einar Steingrimsson

Date: Sat, Nov 30, 2024 at 1:01 PM
Subject: Við verðum að hætta þessum tíðu samskiptum … 🙁
Kæri Skatturinn
Í gær fékk ég fimm pósta um að þú hefðir sent skilaboð í pósthólfið mitt á island.is. Þessir póstar fjölluðu allir um kílómetragjald. Þetta er að verða mjög óþægilegt; konuna mína er farið að gruna að ég eigi í leynilegu ástarsambandi við þig vegna þessara endalausu skilaboða.
Gætirðu reynt að takmarka þessar skeytasendingar við svo sem eina í mánuði?
Kærar kveðjur … ♥️
Einar“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -