Eiríkur Jónsson stríddi Bláa lónina á vef sínum.
Fréttarefurinn Eiríkur Jónsson stríddi Bláa lóninu nýverið á fréttavefnum sínum. Eins og flestir vita hefur Bláa lónið verið mikið í fréttum undanfarið vegna mögulegs eldgoss nærri baðstaðnum. Hefur gagnrýni á eigendur Bláa lónsins gætt á samfélagsmiðlum en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um að loka staðnum, í varúðarskyni við mögulegar hamfarir í kjölfar gossins. Eiríkur birti gamla auglýsingu frá Bláa lóninu undir fyrirsögninni „Ekki auglýsing dagsins“ og skrifaði við hana: „Bláa lónið auglýsir grimmt um allan heim. Hér er ein sem verður ekki birt í dag.“
Hér má sjá auglýsinguna og ástæðuna fyrir því að hún verður ekki birt í bráð: