Eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði borgarinnar er komið á leigumarkað, staðsett í hjarta miðbæjarins. Húsnæðið er svo sannlega ekki það sem kemur upp í hugann þegar minnst er á skrifstofu en er það staðsett að Hellusundi 6.

Skrifstofurýmið skiptist niður í þrjár lokaðar skrifstofur, opið vinnurými, fundarherbergi, eldhús og baðherbergi. Húsnæðið var upprunalega einbýlishús, byggt árið 1919.

Skrifstofurýmið er á fyrstu hæð og er samtals 130 fermetrar. Í eldhúsinu er vönduð innrétting, granít á borðum og sturtuklefi inn á baðherbergi, sem er fullkomið fyrir hjólagarpa.

Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar á vefnum Lind fasteignasala. Rétt er að geta þess að það fylgja eigninni sér bílastæði á lóðinni við húsið, en það er sannkallaður lúxus á þessum stað.
