Óhætt er að fullyrða að allir elska ást en Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, fagna árs sambandsafmæli. Í hjartnæmri færslu á Facebook deilir Hafdís ástarjátninu með vinum sínum og fylgjendum.
„Ég áttaði mig á því mjög fljótt hversu mikið þú varst allt sem ég hef þráð svo lengi,“ segir Hafdís í færslunni og segir Kleina rífa upp slæmu dagana.
Hún segir Kleina með ömurlegan pabbahúmor en þrátt fyrir það sé hann lausnamiðaður og öruggur klettur fyrir hana og drengina hennar, en Hafdís á fimm syni úr fyrri samböndum.
„Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allt sem við höfum gengið í gegnum saman því það hefur gert okkur mun sterkari fyrir vikið og ég veit að sama hvað þá verður þú alltaf minn.