Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Elín Hirst í leynilegum erindum. Afi hennar var stríðsfangi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan Elín Hirst kom til móts við gönguhóp Ferðafélags Íslands við rætur Úlfarsfells. För hennar var framan af leynileg en fjölmiðlakonan afhjúpaðist þegar hún hitti hópinn. Hún var leynigestur í vikulegri göngu félagsins sem farin er á miðvikudögum kl. 18. leikurinn gengur út á það að vísbdingar eru gefnar um leynigestina á Facebooksíðu Hliðarskrefsins. Sá sem fyrstur giskar á rétt nafn hreppir verðlaun. Vísendingar um Elínu voru Stöð 2, Svalbarði, stórhættuleg veira og af þýskum ættum. Ólöf Arngrímsdóttir reyndist vera getspökust að þessu sinni. Hún fékk bókina Afi minn, stríðsfanginn áritaða úr hendi Elínar. Rithöfundurinn las kaflabrot úr bókinni þegar afi hennar, Karl Hirst, var handtekinn á vinnustað sínum í Reykjavík. Góður rómur var gerður að lestri hennar.

Sjónvarpsstjarnan Elín Hirst.

Leynigestir Ferðafélagsins eru vikulegur viðburður á Úlfarsfelli. Allir eru velkomnir í gönguna. Þeir sem vilja fylgjast með geta skráð sig í Hliðarskrefið á Facebook. Gefnar hafa verið vísbendingar um næsta leynigest sem kemur á fjallið miðvikudaginn 15. nóvember. Fyrsta vísbending er: Lögfræðinemi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -