Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Elísabet gerir bók um Hrafn bróður sinn: „Verð að vera fín þegar ég er að skrifa nýju bókina mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Kristín Jökulsdóttir vinnur nú að bók um bróður sinn Hrafn, sem lést í fyrra eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Verðlaunarithöfundurinn og ljóðskáldið Elísabet Jökulsdóttir skrifaði skemmtilega Facebook-færslu þar hún fer yfir nokkra hluti sem eiga sér stað í hennar lífi þessa dagana. Til að mynd að níunda barnabarn hennar eigi að koma í heiminn á morgun en barnið er þriðja barn sonar Elísabetar, Jökuls og tengdadóttur hennar, Kristínar Sigurðardóttur.

Þá segir hún einnig frá því að hún sé að skrifa nýja bók. „Ég verð að vera fín þegar ég er að skrifa nýju bókina mína. Og helst well dressed, en ég gleymi oft hvorutveggja.“

Í samtali við Mannlíf sagði Elísabet að nýja bókin sé um bróður hennar, Hrafn, en vildi ekki gefa meira upp að svo stöddu.

Elísabet sagði einnig frá í færslunni að Freyja Haraldsdóttir sé að fara að kíkja í heimsókn til að taka viðtal við hana, meðal annar um geðræn veikindi og kvíða sem rithöfundurinn hefur glímt við. „Við Freyja ætlum að ræða um þetta allt. Það þarf ekki að taka fram að Freyja er snillingur, svo greind og góðhjörtuð, sönn manneskja og baráttujaxl Íslands. Og þá verður hitað alvöru kaffi. Og konfekt.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

„Nú á barnið að koma á fimmtudaginn ef guð lofar. Ég vaknaði og gerði allt mjög hægt, burstaði tennurnar, bjó um rúmið,fékk mér banana, tók lyfin, athugaði meö póstinn, jú ég klæddi mig líka, hitaði kaffi.

Mér fannst þetta vera virðing að gera alllt mjög hægt.Svo á ég bara eftir að varalita mig. ❤ Ég verð að vera fín þegar ég er að skrifa nýju bókina mína. Og helst well dressed, en ég gleymi oft hvorutveggja.
Siggi Olafsson kom hér og breytti lífi mínu með því að segja mér sögu af sjálfum sér.Þetta hefst uppúr því að deila sögum,tildæmis í fjölmiðlum en eitt sinn heyrði ég tvo karla vera að tala:Hún er bara að grenja í blaðinu. Sögurnar sem má ekki segja. Þar er líka þessi þöggun og liggur við að í hverju viðtali um viðkvæm mál þurfi viðmælandi að brjota vegg.
Freyja Haraldsdóttir ætlar að koma hingað, hér er fullkomið hjólastólaaðgengi! og taka við mig viðtal, tildæmis um hvernig það er að vera geðfötluð, ég hef reyndar aldrei litið á mig sem fatlaða eða geðfatlaða, en kvíðinn er mín fötlun ef maður lítur á það þannig. Manía stendur yfir, allt fra nokkrum dögum og uppí 2 eða 3 mánuði, amk er það mín reynsla, en kvíðinn er búinn að standa yfir fra 2020, reyndar hefur hann skánað mikið ❤
Við Freyja ætlum að ræða um þetta allt. Það þarf ekki að taka fram að Freyja er snillingur, svo greind og góðhjörtuð, sönn manneskja og baráttujaxl Íslands. Og þá verður hitað alvöru kaffi. Og konfekt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -