Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ellý Ármanns fékk frunsur eftir slúðrið: „Þúsundir fóru fram á að ég yrði rekin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Einu sinni var ég að skrifa slúður fyrir Vísi og yfirmenn mínir sögðu mér að ég ætti að taka það upp á næsta ,,level” og gera það eins og breska pressan gerir það. Ég hlýddi því bara og vann vinnuna eins og mér var sagt, en ég byrjaði að fá frunsur og mér leið mjög illa,“ segir Ellý Ármanns í podcasti Sölva Tryggvasonar um tíma sinn í æsifréttum.

Hún rifjar upp lætin sem upphófust.

„Á þessum tíma var Facebook frekar nýtt fyrirbæri og það var stofnuð Facebook-síða með titlinum ,,Rekið Ellý Ármanns,” og ég man ekki hve mörg þúsund manns settu like á síðuna. Auðvitað var það ekki gaman, en ég man að ég stóð með sjálfri mér og ákvað að klára þetta verkefni með hausinn uppréttan. Ég sé núna að þetta tímabil kenndi mér að taka gagnrýni og var í raun eins konar þjálfunarbúðir í áliti annarra,” segir hún.

takk innilega fyrir gjaldþrotið

Ellý segir að þegar maður komist á góðan stað læri maður að kunna að meta alla erfiðleikana sem maður hefur farið í gegnum, af því að þeir styrki mann og geri mann á endanum að betri manneskju.

„Í dag segi ég bara takk innilega fyrir gjaldþrotið, takk fyrir alla erfiðleikana, takk fyrir þetta glataða samband sem ég var í, það var hræðilegt, en það kom mér á staðinn sem ég er á í dag. Ef þessir hlutir hefðu ekki gerst, væri ég ekki að mála, spá fyrir fólki og gera það sem ég elska. Mér finnst eins og ég sé 10 ára alla daga og ég er með manni sem elskar að ég sé öðruvísi en aðrir og allt þetta glataða var í raun dúlbúin blessun, sem ég er svo þakklát fyrir. Þetta er allt saman frábært, þó að ég óski engum þess að fara í gegnum svona erfiða hluti. En það er í raun ekkert á milli þess að vera fórnarlamb eða sterkur. Maður verður að velja. Ég vel að vera ljón og vera sterk. Alla daga. Stundum er ég alveg að byrja að detta í fórnarlambið, en sem betur fer er ég fljót að stoppa mig af og halda alltaf áfram,” segir Ellý, sem segist æfa sig daglega í að standa með sjálfri sér.

„Ellý, ég elska þig“

„Ég hef þurft að fara í gegnum erfiða tíma og þau tímabil hafa kennt mér að standa  með sjálfri mér á hverjum degi. Það gerist ennþá mjög reglulega að það komi upp að mér fólk sem man eftir gömlu Ellý og vill gömlu Ellý og getur ekki sætt sig við að ég er breytt. Fólk sem segir að ég eigi ekki að mála og að ég eigi að gera eitthvað annað en það sem ég elska. Það er búið að ákveða að ég eigi að vera í ákveðnu boxi og verður að láta það í ljós. Ég er orðin mjög góð í að láta svona fara inn um annað eyrað og út um hitt. Ég veit hver ég er og fyrir hvað ég stend og á hvaða vegferð ég er,” segir Ellý, sem notar ákveðnar æfingar til að hjálpa sér við að minna sig á þetta.

- Auglýsing -

„Ég horfi í spegilinn á hverjum morgni og segi: „Ellý, ég elska þig og stend með þér eins og þú ert. Ég er besta vinkona þín sama hvað aðrir segja. Í dag stend ég með þér.” Svo fer ég fram og fæ mér kaffi og fer inn í daginn minn og því oftar sem ég geri þetta því betur finn ég að þetta virkar.”

Viðtalið við Ellý og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar má nálgast inni á solvitryggva.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -