Ríkasti maður heims, Elon Musk segist vita af hverju 18 ára dóttir hans tali ekki við hann.
Fram kom í viðtali Financial Times við Tesla og SpaceX-forstjórann og 10 barna föðurinn Elon Musk að hann telji sig vita af hverju 18 ára dóttir hans, Vivian tali ekki við hann lengur. Segir hann ástæðuna vera yfirtöku ný-Marxista í elítu grunn- og háskólum.
„Þetta er kommúnisminn í allri sinni dýrð og það viðhorf að ef þú ert ríkur, þá ertu illur, sagði Musk í viðtalinu og bætti við: „Sambandið gæti breyst en ég er í mjög góðu sambandi við öll hin börnin. Þú getur ekki unnið þau öll.“
Viðtalið birtist nú fjórum mánuðum eftir að hæstaréttadómari Los Angeles-sýslu leyfði Vivian að breyta kyni sínu úr karlkyni yfir í kvenkyn og breyta nafninu í Vivian Jenna Wilson.
Í beðni hennar sem hún lagði inn um miðjan apríl tók Vivian skýrt fram að hún hafi fjarlægst föður sinn og sagði: „Ég vil hvorki búa með líffræðilegum föður mínum lengur né vera skyld honum á nokkurn hátt.“
Auk Vivian á Elon tvíburabróðir Vivian, Griffin Musk, 16 ára þríburana Kai Musk, Saxon Musk og Damian Musk, öll með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Wilson. Áður höfðu þau eignast soninn Nevada Alexander Musk en hann lést vöggudauða aðeins 10 vikna gamall árið 2002.
Þá á Elon einnig tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni, Grimes en það er hinn 2 ára X AE A XII og hin 22 mánaða gamla dóttir Exa Dark Sideræl Musk.