Raunveruleikastjarnan Emma Hernan naut sólarinnar í Cabo San Lucas í Mexíkó í vikunni og birti af sér ótal myndir á samfélagsmiðum. Þrjátíu og eins árs gamla sjónvarpsstjarnan klæddist ótal mismunandi bikiníum við sundlaugarbakkann en við myndirnar skrifaði hún: „Settu bara inn beiðnina mína um að flytja á skrifstofuna í Cabo.‘‘
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/03/c7b96639763b430ba3ddcec7e462602f_lg-995x1024.webp)
Emma er fasteignasali og hefur vakið mikla athygli í sjónvarpsþáttunum Selling Sunset. Samstarfskona hennar, Chrishelle Stause, var ánægð með vinkonuna og gaf henni þrjú eld-emoji í athugasemdum. Stjarnan er sátt við aukna athygli og segist líða vel við tökur á þáttunum.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/03/ab9b23232d76451b8143cf7521f8f6a2_lg-1024x1024.webp)
„Ég er mjög ánægð með myndavélarnar í kring. Ég er 100% ég sjálf, hvort sem það er við tökur eða ekki. Ég held að það sé mikilvægt að vera þú sjálf.‘‘
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/03/dfbcb90c1a8443a8ae90be8b9702b64a_lg-1024x1024.webp)