Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Eric Idle segir að raunveruleikaþáttur hafi breytt lífi hans: „Ég hafði ekki sagt neinum frá þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríngoðsögnin Eric Idle tók nýlega þátt í raunveruleikakeppninni The Masked Singer en hann segir þá reynslu hafa verið virkilega þýðingamikla fyrir sig en hann sigraðist nýlega á briskrabbameini.

ETonline sagði frá því í dag að Monthy Python stjarnan hafi opnað sig í fyrsta skipti um krabbameinið við ET rétt áður en þátturinn var sýndur. Í þættinum syngur frægt fólk syngur í búningum þannig að það er óþekkjanlegt. Svo dettur einn keppandi af öðrum út úr keppninni og þarf þá að taka af sér grímuna. Idle sem var í gervi broddgaltar, sagði frá því hvaða áhrif þátturinn hafði á líf hans.

„Þetta var allt mjög Zen. Mér líkaði mjög við þetta. Þetta breytti lífi mínu ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Idle og hélt áfram. „Ég var með briskrabbamein en var svo heppinn að lifa það af, það greindist snemma. Ég fór í stóra aðgerð á Cedars sjúkrahúsinu og þeir björguðu lífi mínu og ég hafði ekki sagt neinum frá þessu.“

Samkvæmt hinum 79 ára Idle var hann í læknisheimsókn eftir aðgerðina og sagði hann: „ég byggði upp kjarkinn til að spyrja hann hvað ég ætti langt eftir.“

„Hann sagði, „Tja, að minnsta kosti tíu ár. Þú ert í góðu formi, þú ert heilbrigður, krabbameinið er farið“. Og ég hafði í raun ekki búist við því,“ rifjaði Idle upp. „Þannig að ég hugsaði „Hér er tækifæri mitt til að gera eitthvað gott. Núna verð ég að segja frá krabbameininu, segja fólki að ég hafi lifað af og deila þeirri reynslu“.“

Idle gekk til liðs við góðgerðahópinn Stand Up to Cancer og saman stofuðu þau Bright Side sjóðinn en nafnið er tekið frá eitt af klassísku lögum Idle úr the Monthy Python kvikmyndinni The Life of Brian, „Always look On the Bright Side of Life“.

- Auglýsing -

„Við ætlum að safna pening sérstaklega fyrir rannsóknir og snemmbúnar prófanir til að hjálpa fólki að lifa þetta af,“ útskýrði Idle. „Og þetta var svolítil hugljómun fyrir mig og það var agljörlega vegna reynslu minnar í The Masked Singer og ég er þeim mjög þakklátur.“

Í þættinum steig Idle á svið í gervi risa broddgöltur en þar tók hann skemmtilega og kraftmikla útgáfu af Bítlalaginu „Love Me Do“ sem gladdi áhorfendur, þó hann hafi að lokum þurft að taka af sér grímuna.

„Framleiðendurnir sögðu „Þetta er mjög kjánalegur þáttur“ og ég svaraði „Jæja, ég held að ég hafi verið í nokkrum kjánalegum þáttum um ævina“,“ sagði Idle í ET viðtalinu og hló. „Þannig að mér fannst þetta eiga mjög vel við mig. Þetta var eitt af því sem höfðaði til mín.“

- Auglýsing -

„Öll persónueinkenni þín voru falin. Um leið og ég samþykkti að vera í þættinum var ég Broddgöltur,“ deildi Idle með fréttamanni ET og hélt áfram: „Allir kölluðu mig bara Broddgölt. „Góðan daginn Broddgöltur, hæ Broddgöltur, hvernig hefurðu það Broddgöltur?“,Mér fannst það alltaf jafn fyndið.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -