Söng- og útvarpskonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er að verða amma.
Gleðibomban vinsæla, Erna Hrönn tilkynnti í dag að brátt taki nýtt hlutverk hjá henni við, nefnilega ömmuhlutverkið.
„Gleðifréttir sem loksins má deila. Lítið HjartaGull er væntanlegt í fjölskylduna í janúar og hjörtun okkur eru að springa úr ást!“ Þannig hófst gleðifrétt Ernu Hrannar en sonur hennar, Máni Steinn á von á barni með kærustu sinni. Erna Hrönn hélt svo áfram:
„Elsku Máni Steinn og Elin Maria okkar eiga von á erfingja og nýtt hlutverk tekur við… Amma Erna og Afi Jöri bíða spennt eftir að fá að umvefja krílið hamingju og kærleika, Lífið er svo sannarlega ljúft.“