Íslendingar eru Eurovision-óðir um þessar mundir enda hátíðin skollin á. Nokkrir Zumba-danskennarar hafa ákveðið að halda Eurovision-danspartý og happdrætti til styrktar Hugarafli.
Viðburðurinn fer fram næstkomandi laugardag, 13. maí kl. 11:30 í sal 4 í World Class Laugum. Það eru þau Anna Claessen, Friðrik Agni, Sigrún Kjarntans og Þórunn Steindórs sem bjóða upp á dansstuð og happdrætti til styrktar Hugarafli en aðeins kostar 2.500 krónur inn en tekið er við reiðuféi eða QR kóða.
En hvað er svo í verðlaun í happdrættinu?
„Það eru vinningar frá Artasan sem ætla að gefa einhvern flottan heilsuvörupakka, Laugar Spa, Pizzan gefur vinninga og svo eiga fleiri eftir að staðfesta. Svo er líka bara gaman að Diljá okkar er líka að syngja um kvíða og andlegan kraft til að yfirstíga kvíðann. Þannig þetta er þemað í ár klárlega.“
https://hugarafl.is/styrkja-hugarafl/