Eva Gunnarsdóttir gefur út bókina Staðráðin í að vera, á morgun en um er að ræða fyrstu bók Evu.
Bókin mun fást í Eymundsson frá og með morgundeginum og í öllum helstu bókabúðum landsins. Bráðlega kemur hún síðan út sem hljóð- og rafbók á Storytel
En um hvað er bókin?
Eva var heimavinnandi húsmóðir í London og gift íslenskum lögmanni þegar hún veikist skyndilega af ristilkrabbameini fertug að aldri. Engan grunaði að hún væri með krabbamein þar sem hún var langt undir meðalaldri og leit auk þess allt of vel út. Hún endar óvænt á Royal Free Hospital í Hampstead og vaknar eftir tvær neyðaraðgerðir með stóma. Við tekur ár af krabbameinsmeðferðum þar sem hún tekst á við þær með núvitund, sálfræði og samkennd í eigin garð en hún er sálfræðingur að mennt og meistaranemandi í núvitund þegar hún veikist. Þegar hún fer til Sri Lanka til að jafna sig eftir krabbameinsmeðferðirnar er skilnaður í uppsiglingu og hún kemst að því að narsissískur eiginmaður hennar er að halda framhjá henni. Eftir dramatíska atburðarrás endar hún á Íslandi án dætra sinna og svipt fjárhagslegu öryggi. Í kjölfarið fer hún að nota hugvíkkandi efni til að takast á við áföllin sem leið til heilunar og sjálfs vakning ár.