- Auglýsing -
Skálmöld hóf í dag Evróputúr ásamt Metsatöll og Atavistia.
Skálmaldarmenn eru lagðir í Evróputúr ásamt böndunum Metsatöll og Atavistia en í kvöld spila þeir í Kaupmannahöfn.
Rokkvíkingarnir fara víðar í reisu sinni en sem dæmi má nefna spila þeir í Hamburg, Vínarborg, Köln, Búdapest og Lublin í Póllandi.
Baldur Ragnarsson gítarleikari Skálmaldar sagði í samtali við Mannlíf að stemmningin í hópnum væri góð.
„Hún er góð, uppstillingu lokið í Kaupmannahöfn, böndin að kynnast og allt að smella fyrir fyrsta gigg túrsins.“

Ljósmynd: Facebook