- Auglýsing -
Aðeins 33 prósent þeirra lesenda Mannlífs sem tóku þátt í skoðunarkönnun miðilsins í gær, ætlar sér að sækja jólatónleika í ár.
Í gær spurði Mannlíf hvort fólk hyggðist fara á einhverja af þeim fjölmörgu jólatónleikum sem boðið verður upp á í desember en sem dæmi má nefna síðustu jólatónleika Björgvins Halldórssonar, tónleika Emmsjé Gauta, Dikta, GDRN, Baggalúts, Siggu Beinteins, Ylju og Daða Freys.
Samkvæmt niðurstöðunum eru um 67 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni, sem ætla á jólatónleika í ár.