„Svona getur smá missögli eyðilagt allt það góða í lífinu,“ ritar Glúmur Baldvinsson og skaut föstum skotum að orðavali ritstjórnar Heimildarinnar í máli Eddu Falak. Glúmer er vinsæll á samfélagsmiðlum og feikiklár penni. Stílvopnið notar hann til að ydda og lita frásagnir sínar og sjónarmið listavel. Í nýjustu færslu sinni á Facebook segir hann frá uppdiktuðu ferðalagi sínu í Hagkaup í leit að góðri konu:
„Fór í Hagkaup í dag að leita mér að kvonfangi því mér skilst að konur sem versla í Hagkaupum séu almennt fjáðari en þær sem versla í Bónus og Krónunni. Og mig vantar skyndigróða og kynni. Svo Hagkaup var það og þar hitti ég bráðhuggulega konu sem samþykkti að drekka með mér kaffi. Og hún er einstæð svo það sé tekið skýrt fram.“
Glúmur virðist hafa farið á flug í söluræðu ástarinnar og gert meira út starfsferli sínum en raunin er:
„Nema hvað að èg stend mig að ýmis konar missögli einsog gengur. Sagði henni til dæmis að ég væri fyrrverandi bankastjóri Lehman Brothers og Credit Suisse og tilvonandi forsætisráðherra Íslands. Og hún kokgleypti þetta allt og varð óheyrilega skotinn í mér.“
Litla Ísland virðist hafa komið upp um Glúm sem situr nú eftir með sárt ennið:
„En þá kom babb í bátinn því hún hringdi í vinkonur sínar sem sögðu mig fara með missagnir. Svo hún svarar mér ekki lengur. Svona getur smá missögli eyðilagt allt það góða í lífinu. Það skal þó tekið fram að þessi frásögn er eintóm missögn.“