Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Fannst á lífi eftir rúman mánuð í Amazon skógi: „Í örvæntingu át ég orma, plöntur og sveppi‘‘

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður að nafni Jhonatan Acosta(30) týndist á fjallasvæði, nálægt Baures, í Bólivíu þegar hann var á veiðum með nokkrum vinum sínum þann 25.janúar síðastliðinn. Björgunarsveitir fundu manninn á lífi rúmum mánuði síðar en sagðist hann hafa haldið sér á lífi með aðferðum sem hann sá í sjónvarpsþáttum. Eftir lífsháskann hefur hann lýst því yfir að hann ætli sér að hætta að veiða og þakkar Guði fyrir að gefa sér annað tækifæri. „Markmið mitt var að komast að ánni því fyrstu 10 dagana var ég að drekka þvagið mitt og fann hvorki vatn né ávexti,“ sagði hann við Radio Panamericana.

„Í örvæntingu át ég orma, plöntur, sveppi og allt sem ég fann sem ég gæti borðað án þess að fá einhverskonar eitrun. Þegar þú ert svangur bragðast allt vel.‘‘ Eftir nokkra daga áttaði hann sig á því að hann væri búinn að ganga í hringi. Eina nóttina réðust á hann villisvín sem varð til þess að hann glataði öðru stígvélinu sínu. „Þú myndir ekki trúa því hversu mörg skordýr bitu mig,“ sagði Jhonatan, sem er bóndi í Baures. Fjölskylda Jhonatans gáfu aldrei upp vonina um að þeir myndu sjá hann á lífi aftur en fengu björgunarsveitir hjálp frumbyggja við leitina. „Það voru fjórir úr bænum sem fundu hann, fyrst voru þeir hræddir við að nálgast hann, en þeir fundu hann, það eru engin orð til að útskýra þetta,‘‘ sagði bróðir hans ánægður í samtali við miðilinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -