Fyrrum fegurðardrottningin, Lindsay Shiver (36) , hefur fengið leyfi til þess að fara heim til foreldra sinna um jólin en hún hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í júlí. Lindsay er sökuð um að hafa ætlað að myrða eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Robert Shiver, með aðstoð tveggja karlmanna. Textaskilaboð milli hennar og tveggja karlmanna sýna Lindsay ítrekað biðja mennina um að myrða eiginmanninn en höfðu þau nýlega gengið í gegnum erfiðan skilnað.
Dómari fellst á beiðni Lindsay um að fá að fara heim og eyða jólunum með börnum sínum með því skilyrði að hún hafi ávallt á sér rafrænt ökklaband svo hægt sé að fylgjast með ferðum hennar. Robert Shiver barðist gegn því að fyrrverandi eiginkona hans fengi að fara heim um jólin og sagði sig vera heppinn að vera á lífi. Ekki liggur fyrir hvenær réttarhöld hefjast en málið hefur vakið töluvera athygli.