Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fengu martraðir og varð óglatt við að endurupplifa lífið í Playboy-höllinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær Holly Madison og Bridget Marquardt eru báðar að endurupplifa tíma sinn sem kærustur Hugh Hefner, ritstjóra Playboy sem lést árið 2017, og búsetu sína í Playboy-höllinni, með því að endurhorfa á þættina The Girls Next Door. Þær segjast báðar hafa átt afar erfitt með áhorfið vegna þeirrar áfallastreitu sem tíminn í höllinni olli þeim.

Raunveruleikaþátturinn The Girls Next Door kom fyrst út árið 2005 og fjallaði um kærustur Hugh Hefner og líf þeirra í Playboy-höllinni. Fyrstu þáttaraðirnir snerust um þáverandi kærustur Hefner, þær Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendru Wilkinson. Þær kvöddu þó Hefner og lífið í höllinni eftir fimm þáttaraðir og nýjar kærustur tóku við.

Hugh Hefner lést árið 2017, þegar hann var 91 árs. Heimildarþættirnir Secrets of Playboy eða Leyndarmál Playboy komu út í byrjun þessa árs. Í þeim er dökku hlið Playboy varpað fram.

Holly Madison gaf sjálf út opinskáa sjálfsævisögu árið 2015, þar sem hún lýsir reynslu sinni af Hefner, ofbeldi og því að vera hálfgerður fangi í Playboy-höll mógúlsins.

„Það gerði mig svo reiða, hvernig hann ráðskaðist með okkur. Hef stjórnaði hverjum kima lífs okkar,“ sagði Madison í þáttaröðinni. Hún lýsti lífinu í Playboy-höllinni eins og í sértrúarsöfnuði.

Hugh Hefner ásamt þeim Holly, Bridget og Kendru.

Bridget Marquardt byrjaði nýverið að endurhorfa á The Girls Next Door.

- Auglýsing -

„Holly varaði mig við því að það væri mjög erfitt að horfa á fyrstu þrjá þættina. Þegar hún sagði það hélt ég að hún ætti við að það þyrfti að venjast því að horfa á þá aftur, en að eftir þrjá þætti væri þetta í lagi,“ sagði hún í sameiginlegu viðtali með Madison í hlaðvarpsþættinum Juicy Scoop with Heather McDonald sem kom út í gær.

„Ég horfði á þættina í fyrrakvöld og ég er enn í áfalli. Mér er óglatt. Ég get ekki sofið og ég bara græt.“

Madison segist sjálf hafa átt afar erfitt með að horfa á heimildaþættina sem komu út á þessu ári. „Þau gerðu tólf þætti. Ég horfði á alla nema tvo. Mig langar ekki til þess að horfa á sjálfa mig tala um mín eigin áföll aftur. Ég get það bara ekki. En ég horfði á alla hina þættina – þeir komu út yfir tólf vikna tímabil. Ég fékk martraðir eftir að hafa horft á þá,“ sagði hún í hlaðvarpinu. „Ég fékk martröð um að ég væri aftur komin í Playboy-höllina, eftir hvern einasta þátt sem ég horfði á.“

- Auglýsing -

Hægt er að lesa meira um málið hjá Us Weekly.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -