Nú eru aðeins þrír dagar til jóla og öll jólalögin hafa verið spiluð aftur og aftur. En hvaða íslensku jólalög standa upp úr að mati sérfræðinga, sem ekki þora að koma fram undir nafni svo þeir lendi ekki í jólakettinum.
Laddi – Snjókorn falla
Mögulega besta lag Ladda og þá er mikið sagt. Lagið hentar grínistanum mjög vel og heldur uppi góðri stemmingu hvar sem er.
Í svörtum fötum – Jólin eru að koma
Annað stuðlag og í raun eitt mesta rokklagið af íslenskum jólalögum. Fangar algjörlega stemmingu barna sem bíða eftir jólunum og ekki skemmtir fyrir að einn besti söngvari í sögu landsins syngur það.
Edda Heiðrún Backman – Inni í strompnum
Edda setur upp skemmtilega barnsrödd og bregður sér í hlutverk þess. Bráðskemmtilegur texti með gamansömu ívafi. Besta jólalagið til að flauta.
Björgvin Halldórsson – Snæfinnur snjókarl
Klassíkt jólalag í íslenskum búningi og þar eru fáir betri en Björgvin okkar Halldórsson. Létt og hressandi.
Helga Möller – Heima um jólin
Það er engin betri að koma fólki í jólastuð eins og Helga Möller en jákvæðnin geislar af hverju orði sem hún syngur í þessu fallega lagi.