Föstudagur 25. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Forseti Íslands fer á þungarokkshátíð í Þýskalandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun fara á þungarokkshátíðina Wacken Open Air í Þýskalandi.

Fjórar íslenskar hljómsveitir munu spila í ár á þungarokkshátíðinni Wacken Open Air. Um er að ræða eina þekkustu og virtustu tónleikahátíð í heimi. Íslensku hljómsveitirnar sem spila á hátíðinni eru Skálmöld, Sólstafir, The Vintage Caravan og Krownest og hafa aldrei fleiri íslenskar hljómsveitir spilað á hátíðinni en hátíðin hófst í gær.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður heiðursgestur á hátíðinni samkvæmt tilkynningu frá forsetaembættinu. Mun hann þar fylgjast með íslensku hljómsveitunum og ræða við þær baksviðs. Þá mun hann taka þátt í pallborðsumræðum með skipuleggjendum hátíðarinnar þar sem rætt verður um þungarokkssenuna á Íslandi og tengsl hennar við norrænan menningararf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -