Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Frægir kjósa að nota staðgöngumæður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðustu ár hefur notkun staðgöngumæðra færst í aukana hjá fræga fólkinu.

Í sumum löndum er löglegt að nota staðgöngumóður þegar stefnt er að barneignum en þá er frjóvgað egg sett upp í konu sem gengur með og fæðir  barnið, án þess að vera líffræðilega skylt því. Oftast er greitt gjald fyrir þá þjónustu en í sumum tilfellum eru þetta vinir eða fjölskyldumeðlimir sem fara í þetta ferli til að aðstoða fólk. Ástæða þess að nota staðgöngumóður er oftar en ekki tengt frjósemisvandamálum en ekki er það alltaf raunin.

Hér eru nokkur fræg pör sem nýttu sér staðgöngumæður:

Nick Jonas og Priyanka Chopra

Parið deildi frá fæðingu frumburðar síns á Instagram á dögunum. Nick Jonas er söngvari og gerði garðinn frægan með bræðrum sínum í hljómsveitinni Jonas Brothers. Priyanka er leikkona og fyrirsæta.

- Auglýsing -

Kim Kardashian og Kanye West

Kim og Kanye eignuðust tvö af sínum fjórum börnum með staðgöngumóður. Kim greindi frá erfiðleikum sem hún glímdi við meðgöngu en hún fékk meðal annars meðgöngueitrun.

- Auglýsing -

Alec og Hilaria Baldwin

Hjónin Alec og Hilaria Baldwin komu aðdáendum sínum á óvart þegar þau tilkynntu komu dóttur sinnar í mars í fyrra, aðeins nokkrum mánuðum eftir að Hilaria fæddi þeim son. Þau hafa aldrei gefið upp hvers vegna þau ákváðu að nota staðgöngumóður.


Jimmy Fallon og Nancy Juvonen

Parið deildi reynslu sinni á ófrjósemi og erfiðleikum sem því fylgdi. Þau eiga tvær dætur með aðstoð staðgöngumæðra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -