Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Frambjóðendur fara í saumana á samsæriskenningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alveg síðan John F Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti var skotinn í Dallas, Texas í Nóvember 1963 hafa háværir orðrómar um samsæri verið á kreiki. Var Lee Harvey Oswald einn að verki eða voru fleiri árásarmenn? Var hann kannski ekki einu sinni morðinginn? Hvernig gat ein byssukúla gert 7 sár í 2 mönnum? Af hverju sést haus Kennedy þrykkjast aftur á bak, ef skotið kom að aftan frá?

Þessar spurningar og fleiri hafa verið kveikjan af fjölmörgum bókum og heimildarmyndum í gegnum tíðina. Álhatturinn er skemmtiþáttur þar sem rýnt er í samsæriskenningar. Í þessum sérstaka kosningaþætti fengu buðu þeir öllum flokkum að senda hljóðbút frá fulltrúa sínum þar sem viðkomandi segir skoðun sína á kenningunum í kringum þetta morð. Í þættinum er reyndar viðfangsefnið morðið á bróðir JFK, Robert F Kennedy, sem var kominn nálægt því að vinna prófkjör Demókrata og fara í kosningabaráttu gegn Richard Nixon. Hann komst síðan ekki lengra en að vinna Californiu fylki, því eftir prófkjörið þar var hann skotinn af Palestínumanninumi, Sirhan Sirhan sem var handtekinn á staðnum eftir að hafa verið tæklaður í gólfið á vettvangi, ennþá með rjúkandi byssuna í hönd. En gæti verið að það hafi verið samsæri líka? Ætlaði Bobby að afhjúpa sannleikann um bróðir sinn ef hann kæmist í Hvíta Húsið?

Fulltrúar frá öllum flokkum, nema Vinstri grænum, sendu inn hljóðbút og hefst þátturinn á þeim. Þeir sem koma fram í þættinum eru:

Alexandra Briem, 4 sæti í Reykjavík norður fyrir Pírata.

Guðlaugur Þór Þórðarsson, 1 sæti Reykjavík norður fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Arnar Þór Jónsson, 1. Sæti í suðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn

- Auglýsing -

Aðalsteinn Leifsson, 3.sæti í Reykjavík Suður fyrir Viðreisn

Helga Þórðardóttir, 4.sæti hjá Reykjavík Suður fyrir Flokk Fólksins

Einar Jóhannes Guðnason, 4.sæti Reykjavík Norður fyrir Miðflokkinn

- Auglýsing -

Jóhannes Loftsson, 1.sæti í Reykjavík Norður fyrir Ábyrga Framtíð

Hrafn Splidt Þorvaldsson 13.sæti í Reykjavík Norður fyrir Framsókn

Kristján Þórður Snæbjarnarsson, 3.sæti í Reykjavík Suður fyrir Samfylkinguna

Karl Héðinn Kristjánsson, 2.sæti í Reykjavík Suður fyrir Sósíalistaflokkinn

Þáttinn má finna hér:

Þáttur tileinkaður JFK málinu kom út í fyrra hjá Álhattinum og má finna hann hér:

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -