Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Freddie Mercury hefði orðið 78 ára í dag – Gaf Elton John nektarmálverk eftir andlátið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn allra besti söngvari allra tíma, Freddie Mercury hefðið orðið 78 ára í dag, hefði hann lifað.

Eins og hvert mannsbarn veit, eða gott sem, lést Freddie Mercury í nóvember 1991 eftir erfiða baráttu við alnæmi. Heimurinn syrgði í sameiningu enda var þar farinn einn besti söngvari síðustu aldrar, jafnvel allra tíma. Bassaleikari hljómsveitar hans, Queen, John Deacon tók andláti Freddie það illa að hann gaf ferilinn upp á bátinn árið 1997, eftir að hafa komið fram í þrjú skipti með eftirlifandi meðlimum Queen. „Hvað okkur varðar, þá er þetta komið gott. Það þýðir ekkert að halda áfram. Það er ómögulegt að leysa Freddie af hólmi,“ sagði hann stuttu eftir andlátið. Félagar hans í hljómsveitinni, trommarinn og söngvarinn Roger Taylor og gítarleikarinn og söngvarinn Brian May, voru honum þó ósammála og hafa haldið áfram, fyrst með Paul Rodgers sem aðalsöngvara en frá 2011 með Adam Lambert sem söngvara hljómsveitarinnar.

Freddie var þekktur fyrir partýgleði sína, húmor og manngæsku en hann þótti einstaklega góður vinur að eiga. Eitt besta dæmið um það er þegar Elton John fékk jólagjöf frá Freddie, mánuði eftir andlát hans. Mercury hafði keypt forlátt málverk á dánarbeði sínu en sameiginlegur vinur þeirra Eltons, Tony King bankaði upp á hjá Lion King-goðsögninni og afhenti málverkið sem gjöf frá Freddie.

„Hann var með eitthvað með sér í koddaveri. Þetta var vatnslitamálverk eftir Henry Scott Tuke. Þetta er impressjónisti sem en ég safna verkum hans. Hann sérhæfði sig í nektarmyndum af karlmönnum.“

Með málverkinu fylgdu lítil handskrifuð skilaboð í anda Freddie: „Elsku Sharon, ég hélt að þér myndi líka við þessa. Ástarkveðja, Melina.“

Elton: „Hann hugsaði um jólagjafir fyrir jól sem hann hlýtur að hafa vitað að hann myndi ekki lifa að sjá. Honum var samt sama um aðra þegar hann hefði bara átt að hugsa um sjálfan sig. Freddie var stórkostlegur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -