Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Freyr og Elvar gefa út lagið SKART: „Hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmennirnir Freyr og Elvar voru að gefa út glænýtt lag sem ber heitið SKART.

Mannlíf ræddi við tónlistarmanninn Róbert Frey Ingvason, sem gefur út tónlist undir nafninu Freyr. Hann var rétt í þessu að gefa út glænýtt lag ásamt félaga sínum Elvari.

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Samkvæmt Frey varð lagið til á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík.

„SKART varð til í febrúar á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík, ég á það til að gera mikið af hljóðgrunnum og byrjaði þetta allt á 30 sek bút sem ég fékk góð vin minn hann Elvar til að syngja yfir og við tók nokkra daga vinnsla við að púsla saman hugmyndum. Lagið er eftir mig og texti eftir okkur báða.“

Freyr segir lagið vera um ástina.

„Lagið er tilfinningaríkt og er um ást, bæði ástina sem þú berð til þeirra sem þú elskar og ástina sem þú berð gangvart sjálfum þér, því hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig? Eins er hægt að túlka þetta á ýmsa vegu.“ Bætti hann við:

- Auglýsing -

„Mitt uppáhald við þetta lag er klárlega versið sem lýsir sér svona:   

„Nú er ég bara að hugsa um mig

Fer út í heiminn og vegirnir kunnugir

- Auglýsing -

lífið það líður og minnir á stuttmyndir

þakklátur fyrir tímann sem að ég upplifði“.“

 

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Þá fer Freyr nokkuð djúpt í næstu línu í samtalinu við Mannlíf:

„Það eru margir sem hafa týnt sér í ástinni bæði á góðan og slæman hátt, eftir það þá áttar maður sig á því að maður þarf að hugsa um sjálfan sig og vera þakklátur fyrir það sem áður var. Þetta eru svona þær bestu skýringar sem ég get komið inná um hvað lagið er, og eins og ég segi fólk getur sett sjálft sig í þessar aðstæður og túlkað lagið á sinn hátt.“

Mannlíf spurði Frey hvort hann hvert hann hefði sótt innblástur fyrir lagið og ekki stóð á svari:

„Innblásturinn við þetta lag var klárlega sá að setja tilfinningar á lag sem hægt er að dansa við og lýða vel, þegar lagið byrjar þá heyriru ýmis hljóð sem draga eyrun að og segja þér sögu.“

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Þeir félagar eru með fleiri lög í þessum stíl að sögn Freys en í ágúst kemur út annað lag með þeim:

„Við Elvar erum með nokkur lög í þessum stíl eins fullt af öðrum verkefnum sem við erum að vinna í. Hvað er framundan ? Við erum að gefa út annað lag þann 1.ágúst sem heitir ÚT Í KVÖLD. Mixið á laginu er eftir mig og fengum við þann heiður að fá Glenn Schick til að mastera lagið.“

Og þeir eru hvergi nærri hættir:

„Við Elvar erum ekki mikið að flækja hlutina fyrir okkur og ætlum að gefa út nóg af tónlist á næstunni, viðtökunar frá því að fyrsta lagið okkar kom út hafa verið alveg frábærar.“

Hlusta má á lagið á Spotify en hér má svo sjá Spotify-reikninga Freys og Elvars.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -