Nú er loksins hægt að nálgast alla þætti með sjónvarpsþáttastjórnandanum Frímanni Gunnarssyni.
Fyrir þau ykkar sem ekki vita þá er Frímann Gunnarsson ekki alvöru manneskja. Hann var skapaður af leikaranum Gunnari Hanssyni ásamt þeim Halldóri Gylfasyni, Friðriki Friðrikssyni og Ragnari Hanssyni. Saman gerðu þeir þættina Sigtið sem voru sýndir á SkjáEinum árið 2006. Þáttaröðin sló í gegn og voru gerðar alls sex seríur þar sem Frímann var í aðalhluverki. Nú hefur verið tilkynnt að allar þessar seríur ásamt öðrum efni með Frímanni sé komið á YouTube þar sem allir geta horft á.
Loksins, loksins!!! Allar þáttaraðirnar mínar og aukaefni í bestu gæðum og ókeypis á The Youtube! (sem fróðir segja mér að sé nýjasta nýtt!)
Látið það berast, það mun skapa ykkur vinsældir!
AÐVÖRUN! Mjög ánetjandi efni, farið varlega!#hashtag!https://t.co/CHgqhESL1u
— Frímann Gunnarsson (@frimanngunnars) September 23, 2023